23 research outputs found

    Changes in treatment and cost of benign prostatic hyperplasia in Iceland

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: During the last eight years there has been a dramatic change in the treatment of patients with benign prostatic hyperplasia (BPH) in Iceland. The number of transurethral resection of the prostate (TURP) has decreased while at the same time there has been a growing tendency to treat patients with a1-blockers and finasteride. The purpose of this study was to obtain statistical information regarding these changes and to estimate alterations in the cost of the BPH treatment. Possible changes in indications for TURP were also looked at. Material and methods: Information on the number of patients who underwent surgery since 1984 was gathered from Icelandic hospitals. Information on the use and cost of medical treatment was obtained from the Icelandic Social Security. Medical records of 587 men who underwent surgery in the years 1988-1989 and 1998-1999 were reviewed. Results: Since 1992 the number of TURP operations per year has dropped from its peak of about 560 to around 270 in 1999. This is more than a 50% reduction in eight years. The number of patients being treated for BPH has multiplied since the introduction of drugs and the total cost of BPH treatment has doubled since 1984. There was a trend but not a significant change in indications for TURP when the two periods were compared. Conclusions: Increasing number of Icelandic men with BPH are now recieving treatment although the number of TURP operations has decreased. The total cost of treatment has doubled since 1984, mainly attributed to the advent of medical treatment.Inngangur: Á síðasta ártaugi hefur brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás (transurethral resection of the prostate, TURP) fækkað verulega, á sama tíma og meðferð með lyfjum af gerð a1-viðtækjablokkara og 5-a redúktasablokkara, hefur aukist mikið við meðferð góðkynja hvekksstækkunar (benign prostatic hyperplasia, BPH). Markmið rannsóknarinnar var að taka saman tíðnitölur og meta kostnað varðandi ofangreindar breytingar á meðferð við góðkynja hvekksstækkun. Einnig var athugað hvort ábendingar fyrir brottnámi á hvekk um þvagrás hefðu breyst á undanförnum árum. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fjölda sjúklinga, sem fóru í brottnámsaðgerð á hvekk um þvagrás, voru fengnar frá sjúkrahúsunum ásamt Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og upplýsingar um lyfjanotkun frá Tryggingastofnun ríkisins. Kostnaðartölur aðgerða voru fengnar frá Noregi. Sjúkraskrár frá Landakotsspítala og Borgarspítala á tímabilinu 1988-1989 og Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1998-1999 voru yfirfarnar og ábendingar fyrir aðgerðum á hvoru tímabili fyrir sig bornar saman. Niðurstöður: Fjöldi aðgerða náði hámarki árið 1992 þegar þær voru rúmlega 560 talsins en síðan hefur þeim fækkað árlega og voru liðlega 270 árið 1999 en það er um það bil helmings fækkun á átta árum. Fjöldi þeirra einstaklinga sem fær einhvers konar meðferð hefur margfaldast eftir tilkomu lyfjameðferðar og heildarkostnaður meðferðar vegna góðkynja hvekksstækkunar hefur nánast tvöfaldast frá 1984. Ekki var sýnt fram á marktæka breytingu ábendinga fyrir brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás á tímabilunum tveimur. Umræða: Í kjölfar mikilla breytinga á meðferð við góðkynja hvekksstækkun, þar sem fjöldi þeirra einstaklinga sem fær meðferð hefur aukist mikið, hefur heildarkostnaður nánast tvöfaldast frá 1984 þrátt fyrir að brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás hafi fækkað. Mikil aukning lyfjameðferðar hefur því haft í för með sér þá kostnaðaraukningu sem sést hefur undanfarin ár

    Risk factors and prevalence of erectile dysfunction amongst Icelandic men aged 45-75

    Get PDF
    Hægt er að lesa greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenOBJECTIVE: Many population studies worldwide have shown high prevalence of erect ile dysfunction, a condition that increases dramatically with age. Other risk factors are also well known such as diabetes and arteriosclerosis. The aim was to study the prevalence and risk factors of erectile dysfunction among Icelandic men. MATERIAL AND METHODS: The participants were 4000 men age 45-75 year old randomly chosen from the Icelandic National Registry. They received a 27 item questionnaire to access the degree of erectile dysfunction using the 5 question International Index of Erectile Function (IEEF), and also other aspects of sexual health, medication and concomitant diseases. RESULTS: The response rate was 40.8%. The overall prevalence of erectile dysfunction was 35.5%. The condition was significantly more prevalent in the older age group (65-75) compared to the younger group (45-55), 21.6% vs 62.3% respectively. Other significant risk factors were smoking, diabetes, high cholesterol, hypertension, depression and anxiety disorder. Sexual activity and interest is high in all age groups. Physicians rarely take the initiative of asking men about sexual dysfunction. Only about 24% of males with erectile dysfunction have received some treatment. CONCLUSION: This first population based study among Icelandic men shows a high prevalence of erectile dysfunction and is in accordance with similar studies in other counties. Significant risk factors are the same as are well known for cardiovascular diseases. Thus preventive measures should be the same for both conditions.Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni ristruflana er há meðal karlmanna og að þær aukast með aldrinum. Einnig hefur komið fram sterk fylgni við ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki og æðasjúkdóma. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og orsakir ristruflana meðal íslenskra karlmanna á aldrinum 45-75 ára. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 4000 karlmenn á aldrinum 45-75 ára sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þeir fengu sendan spurningalista með 27 spurningum; þar af voru fimm sértækar spurningar til að meta stig ristruflana samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum kvarða (International Index of Erectile Function, IIEF-5). Að auki var spurt um ólíka þætti varðandi sjúkdóma, lyf og kynlífsheilsu. Niðurstöður: Svarhlutfall var 40,8%. Í ljós kom að algengi ristruflana meðal þátttakanda var hátt, eða 35,5%. Marktækur munur kom fram meðal yngstu og elstu þátttakendanna: 21,6% karlmanna í yngsta hópnum fá einhvers konar ristruflanir og 62,3% karlmanna í elsta hópnum. Marktækir áhættuþættir fyrir ristruflunum auk aldurs reyndust vera daglegar reykingar, sykursýki, hátt kólesteról, kvíði og þunglyndi. Kynlífsáhugi og kynlífsvirkni karlmanna í öllum aldurshópum er há. Læknar spyrja karlmenn sjaldan út í kynlífsvanda og einungis um 24% þeirra sem hafa ristruflanir hafa fengið meðferð. Ályktun: Há tíðni ristruflana hér á landi er sambærileg við tíðnina í öðrum löndum. Marktækir áhættuþættir eru þeir sömu og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og gilda því sömu leiðbeiningar til forvarna fyrir ristruflanir og fyrir hjarta- og æðasjúkdóma

    Pelvic floor muscle training with and without functional electrical stimulation as treatment for stress urinary incontinence

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBACKGROUND: Twelve to 55% of women experience stress urinary incontinence at some time during their lifetime. OBJECTIVE: To compare the effectiveness of pelvic floor muscle training with and without electrical stimulation in treatment of stress urinary incontinence. MATERIAL AND METHODS: Participants were 24 women, 27-73 years of age, diagnosed with stress urinary incontinence. Exclusion criteria were pregnancy and urge urinary incontinence. These participants were randomly divided into group 1 and 2. Both groups trained 15 min. twice a day for 9 weeks. Group 2 used simultaneously intermittent electrical stimulation. The pelvic floor muscles were evaluated using the Oxford scale, vaginal palpation, and by electromyogram, (Myomed 930, Enraf Nonius). The quantity and frequency of urinary incontinence episodes was evaluated using a questionnaire and a VAS scale before and after the treatment. RESULTS: The groups were demographically similar, except group 2 was significantly younger. Both groups had significantly increased pelvic floor muscle strength (p=0.007; p=0.005 respectively) after the treatment and 70% of all the women had reduced or no stress urinary incontinence. Group 2 had significantly (p=0.013) better relaxation post treatment. CONCLUSION: Pelvic floor muscle training is an effective treatment for stress urinary incontinence, but electrical stimulation gave no additional effect for this patient group. The significantly lower relaxation threshold in group 2 indicates that electrical stimulation could be a possible treatment for symptoms caused by hypertensive pelvic floor muscles.Inngangur: Tólf til 55% kvenna finna fyrir þvagleka einhvern tímann á ævinni og því mikilvægt að sýna fram á árangursríka meðferð við honum. Markmið: Að bera saman árangur grindarbotnsþjálfunar með og án raförvunar sem meðferð við áreynsluþvagleka. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 24 konur, 27-73 ára, sem greindar voru með áreynsluþvagleka. Útilokaðar voru barnshafandi og konur með bráðaþvagleka. Þátttakendum var skipt með slembivali í hóp 1 sem stundaði grindarbotnsþjálfun og hóp 2 sem notaði raförvun að auki. Styrkur og úthald grindarbotnsvöðva var metinn á Oxford-kvarða með þreifingu og vöðvarafriti (Myomed 930 Enraf Nonius). Konurnar svöruðu sannreyndum spurningalista fyrir og eftir meðferð um magn þvaglekans. Þær mátu einnig þvaglekann samkvæmt kvarða fyrir og eftir meðferð. Meðferð: Konur í báðum hópum æfðu tvisvar á dag, 15 mínútur í senn í 9 vikur. Konur í hópi 2 notuðu auk þess samtímis rofna raförvun á grindarbotnsvöðva um leggöng. Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir í upphafi nema konur í hópi 2 voru marktækt yngri. Styrkur grindarbotnsvöðva jókst marktækt (Hópur 1: p=0,007; Hópur 2: p=0,005) og þvagleki varð marktækt minni en fyrir þjálfun (p=0,008) eða horfinn hjá 70% kvennanna. Hópur 2 hafði auk þess marktækt meiri slökun (p=0,013). Munur á árangri milli hópanna var hvergi marktækur. Ályktanir: Grindarbotnsþjálfun er árangursrík bæði með og án raförvunar en raförvun til viðbótar grindarbotnsþjálfun bætir ekki árangur meðferðar við áreynsluþvagleka hjá þessum sjúklingahópi. Þar sem slökun var meiri hjá hópi 2 gæti raförvun verið valkostur í meðferð þar sem yfirspenna í grindarbotni veldur einkennum

    Prevalence of urinary incontinence among young female college students

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: The aim was to study the prevalence of urinary incontinence in young Icelandic female college students. We also studied how the incontinence effected their daily life, and also if they ever received any education and/or instruction on pelvic floor exercises. Material and methods: A total of 311 women in age range 16-19 years old were randomly selected from eight college schools in Iceland. This is about 3.7% of all women at this age's range living in the country. A validated four item (ICIQ short form) questionnaire was used assessing the prevalence, perceived causes and magnitude of urinary incontinence as well as effects on quality of life during the last 4 week. The questionnaire was translated into Icelandic according to an agreed international methodology. Additional two questions were asked regarding pelvis floor exercises. Results: Out of 311 students 294 responded (94.5%). About one third (32%) reported some urinary incontinence during the past four weeks, 11% had at least two episodes a week. Incontinence affected their quality of live in 26% of responders (mean value 2.8 on the scale 1-10). Over all 55% had symptoms of stress urinary incontinence, 24% pure urge incontinence and 21% had mixed symptoms. The majority or 78% of the women had not received any instructions about pelvic floor exercises. Conclusions: Urinary incontinence is a prevalent condition affecting the quality of life in 26% of young Icelandic female college students, stress incontinence being the most common symptom. Preventive measures such as pelvic floor exercises should be recommended in this age group.Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þvagleka meðal ungra kvenna í framhaldsskólum landsins sem og að kanna hve mikla kennslu þær hafa fengið í þjálfun grindarbotnsvöðva. Aðferðir: Úrtakið náði til 311 stúlkna á aldrinum 16-19 ára úr sex framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og tveggja af Suðurlandi. Þetta samsvarar 3,7% af fjölda stúlkna á þessum aldri í landinu. Alþjóðlegur staðfærður spurningalisti var notaður. Hann samanstendur af spurningum um tíðni, gerð, ástæður og áhrif þvagleka á daglegt líf. Auk þess voru tvær spurningar um fræðslu og kennslu í grindarbotnsæfingum. Niðurstöður: Alls svöruðu 294 stúlkur af 311 (94,5%). Um þriðjungur þeirra hafði fundið fyrir þvagleka, þar af voru 11% sem misstu þvag tvisvar eða oftar í viku. Um fjórðungur töldu einkennin hafa einhver áhrif á daglegt líf (að meðaltali 2,8 á kvarðanum 0-10). Rúmlega helmingur þeirra (55%) höfðu einkenni um hreinan áreynsluleka, 24% með bráðaleka og 21% höfðu blönduð einkenni. Yfirgnæfandi meirihluti stúlknanna hafði enga fræðslu fengið um grindarbotnsvöðva eða æfingar. Ályktanir: Þvagleki er algengur meðal ungra íslenskra kvenna og hafa einkennin áhrif á daglegt líf hjá fjórðungi þeirra. Með aukinni fræðslu um grindarbotnsvöðva og þjálfun mætti eflaust koma í veg fyrir þessi vandamál hjá mörgum þessara stúlkna

    Case of the month: woman with hematuria and depressed mental status

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full tex

    Two cases of spontaneous regression of metastasis secondary to renal cell carcinoma

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSpontaneous regression of metastatic renal cell carcinoma is a rare but well documented event, most often involving pulmonary metastasis. Two cases involving brain and pleural metastasis are presented. In both cases nephrectomy was the only treatment.Sjálfkrafa hvarf meinvarpa nýrnafrumukrabbameins er sjaldséð fyrirbæri. Hér er lýst tveimur tilfellum sem vitað er með vissu að hafi greinst hér á landi. Annars vegar er um að ræða sjálfkrafa hvarf meinvarpa í heila og hins vegar í fleiðru. Báðir sjúklingarnir eru á lífi í dag við góða heilsu, 17 og 11 árum eftir greiningu meinvarpann

    Review on coronary artery disease - Part II: Medical treatment, percutaneous interventions and myocardial revascularization

    Get PDF
    Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkin

    Testicular cancer in Iceland 2000-2009: Incidence and survival

    Get PDF
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenIntroduction: Survival of patients with testicular germ cell tumours has improved in recent years, mainly due to new modes of chemotherapy. We analyzed incidence, staging and survival of patients diagnosed during the last ten years in Iceland and compared the results to previous studies. Materials and methods: A retrospective study including all Icelandic males diagnosed during 2000-2009. Pathology reports were reviewed and the tumours staged (Boden-Gibb). Overall survival was estimated and seminomas (ST) and non-seminomas (N-ST) compared. Results: 97 males were diagnosed, age-adjusted incidence being 5.9/100.000 males per year. The number of ST and N-ST was almost equal, and the mean age was 35.6 (range; 15-36), but patients with ST were 11.5 years older compared to N-ST. Symptoms were similar in both groups, also tumor size (4.0 cm), which did not change during the study period. Most of the tumours were in stage I, or 78.4%, 13.4% were in stage II og 8.2% in stage III-IV. ST were diagnosed at a significantly lower stage compared to N-ST (91.7 versus 65.3% in stage I; p=0.003). No distant metastases were diagnosed in patients with ST but in 8 patients with N-ST. Four patients died during the study period, two due to N-ST but no patient died because of ST. Five-year survival for the whole patient group was 95.1%. Conclusion: The incidence of testicular carcinoma in Iceland is similar to neighbouring countries and has remained fairly constant for the last two decades. At the same time the number of patients with localized disease (stage I) as well as the size of the tumours has not changed significantly. Survival in Iceland is comparable to the best results reported elsewhere.Inngangur: Á síðustu áratugum hafa lífshorfur sjúklinga með eistnakrabbamein batnað umtalsvert, aðallega vegna tilkomu öflugra krabbameinslyfja. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, stigun og lífshorfur sjúklinga síðastliðin 10 ár og bera saman við eldri rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslenskra karla sem greindust 2000-2009. Farið var yfir meinafræðisvör og æxlin stiguð með kerfi Boden-Gibb. Heildarlífshorfur voru reiknaðar og borin saman sáðfrumukrabbamein (SFK) og ekki-sáðfrumukrabbamein (E-SFK). Niðurstöður: Alls greindust 97 karlar og var aldursstaðlað nýgengi 5,9/100.000 karla á ári. Hlutfall SFK og E-SFK var jafnt, en meðalaldur við greiningu var 35,6 ± 12,0 ár (bil 15-76 ) og var 11,5 árum hærri fyrir SFK en E-SFK. Einkenni og tímalengd einkenna voru hins vegar svipuð, einnig meðalstærð æxlanna (4,0 cm) sem hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu. Flest æxlanna voru á stigi I, eða 78,4%, 13,4% á stigi II og 8,2% á stigum III-IV. SFK greindust á marktækt lægri stigum samanborið við E-SFK (91,7 sbr. 65,3% á stigi I; p=0,003). Engin fjarmeinvörp greindust hjá sjúklingum með SFK en hjá átta sjúklingum með E-SFK. Fjórir sjúklingar létust á rannsóknartímabilinu, tveir úr E-SFK en enginn úr SFK. Fimm ára lífshorfur fyrir allan hópinn voru 95,1%. Ályktun: Miðað við nágrannalönd er nýgengi eistnakrabbameins á Íslandi í meðallagi og hefur haldist stöðugt síðustu tvo áratugi. Á sama tímabili hefur hlutfall sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I) lítið breyst og stærð æxlanna sömuleiðis. Lífshorfur hér á landi hafa haldist mjög góðar síðustu áratugi og eru með því hæsta sem þekkist

    Epidemiology and medical complications in patients with traumatic spinal cord injuries in Iceland

    No full text
    Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenObjective: To study the epidemiology of traumatic spinal cord injuries in Iceland, that have caused wheelchair-bound disability. To evaluate the frequency of medical complications in this group of patients both during the acute- and rehabilitation-stage as well as after discharge. To study the present condition and problems related to the urinary tract 1-23 years after the injury. Material and methods: Medical records of all wheelchair-bound traumatic spinal cord injured individuals in Iceland in 1973-1996 were reviewed and the frequency of various medical complications recorded. Long-term complications were assessed by personal interviews. Urodynamic investigations were performed and the present kidney morphology and function studied by various radiological methods. Results: The annual incidence of studied spinal cord injuries was 8:1,000,000. During the acute- and rehabilitation-stage the following complications were encountered; 14 patients (29%) got pressure sores, eight (17%) deep vein thrombosis, six (12%) pneumonia and five (10%) pulmonary embolism. In the follow-up after discharge and mean follow-up time of 14 years, 19 (54%) have had pressure sores, 16 (46%) have had one to four urinary tract infections each year, nine (26%) more than four. Nineteen patients (56%) complained of urinary incontinance and 18 (52%) had a history of urinary tract stones. One patient had lost a kidney due to reflux. Pathological findings were found in one third of patients who came for upper urinary tract image studies. Maximal detrusor pressure over 60 cmHbO was recorded in 12 (44%) patients and bladder capacity under 200 ml in seven (26%). Of those with injury above Th-6, 14 (58%) had experienced symptoms of autonomous dysreflexia, most commonly due to urinary tract infection or distended urinary bladder. Complications were more common among those who use reflex-voiding rather than intermittent catheterisation. One-third of the patients were either advised to change their way of bladder emptying or required pharmacological intervention according to results from urinary tract investigations. Conclusions: The incidence of traumatic spinal cord injuries in Iceland, which have caused wheelchair-bound disability, is low and has decreased over the past 25 years. Acute and long-term medical complications are, however, common in these patients. A more efficient follow-up program is needed to optimize bladder treatment and to reduce urinary tract and other medical complications in this patient population.Ágrip Tilgangur: Að kanna faraldsfræði mænuskaða á Íslandi sem valdið hafa hjólastólabundinni lömun og meta tíðni ýmissa líkamlegra fylgikvilla viðkomandi sjúklinga á bráða- og endurhæfingarstigi og að endurhæfingu lokinni. Einnig að meta núverandi ástand þvagfæra 1-23 árum eftir áverka. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sem hafa mænuskaðast í slysum á Íslandi á árunum 1973-1996 og bundist vegna þess hjólastól. Faraldsfræðilegar upplýsingar og tíðni fylgikvilla voru skráðar. Tíðni fylgikvilla eftir útskrift var metin með persónulegum viðtölum við sjúklinga. Starfrænar rannsóknir á neðri hluta þvagfæra (urodynamic investigations) og röntgenrannsóknir á nýrum voru gerðar hjá hluta hópsins. Niðurstöður: Á tímabilinu hafa 48 einstaklingar mænuskaðast og bundist vegna þess hjólastól. Ársnýgengi er því 8:1.000.000. Á bráða- og endurhæfingarstigi fengu 14 (29%) þrýstingssár, átta (17%) blóðtappa í neðri útlim, sex (12%) lungnabólgu og fimm (10%) lungnablóðrek. Eftir útskrift (meðaltími frá slysi er 14 ár) hafa 19 (54%) fengið þrýstingssár, 16 (46%) fá eina til fjórar þvagfærasýkingar á ári og níu (26%) fleiri en fjórar. Nítján einstaklingar (56%) höfðu vandamál vegna þvagleka og 18 (52%) sögu um þvagfærasteina. Einn sjúklingur hefur misst nýra vegna bakflæðis. Þriðjungur þeirra sem komu til rannsókna á nýrum höfðu óeðlilegt útlit á nýrum og/eða bakflæði. Hámarksblöðruþrýstingur yfir 60 cmH20 fannst hjá 12 (44%) sjúklingum og blöðrurýmd undir 200 ml hjá sjö (26%). Af þeim sem eru með skaða ofan við sjötta brjósthryggjarlið hafa 14 (58%) upplifað einkenni sjálfvirks rangviðbragðs (autonomic dysreflexia), oftast vegna þvagfærasýkinga eða þaninnar þvagblöðru. Fylgikvillar tengdir þvagfærum voru algengari meðal sjúklinga sem tæmdu blöðru með banki en meðal þeirra sem tæmdu hana reglulega með einnota þvagleggjum. Þriðjungi þeirra sem komu til rannsókna á þvagfærum var ráðlögð breytt þvagtæmingaraðferð og/eða lyfjameðferð vegna óeðlilegrar starfsemi og/eða útlits þvagfæra. Áyktanir: Nýgengi mænuskaða sem valda hjólastólabundinni lömun hér á landi er lágt og hefur lækkað undanfarin 25 ár. Fylgikvillar hjá þessum einstaklingum bæði á bráða- og endurhæfingarstigi og eftir útskrift eru algengir. Líklega er hægt að draga úr tíðni fylgikvilla viðkomandi einstaklinga með því að koma á reglubundnu læknisfræðilegu eftirliti eftir útskrift eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar
    corecore